FRI.is
09. desember 2016

Aðventumót Ármanns

Á laugardaginn fer fram Aðventumót Ármanns. Um er að ræða þrískipt mót, fyrir 1-4 bekk, 5-8 bekk og konur og karla. Alls eru skráðir 315 keppendur á mótið, það má því búast við líflegri Laugardalshöll á morgun. Keppni hefst á yngstu keppendunum kl. 9.00. Við hvetjum sem flesta til að mæta í höllina og fylgjast með flotta frjálsíþróttafólkinu okkar.
meira >>
09. desember 2016

Stjórn FRÍ sækir félögin heim

Stjórn FRÍ sækir félögin heim
Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands ákvað í haust að sækja frjálsíþróttafélögin heim í hérað. Tilgangurinn er fyrst og fremt að heyra hvað er efst á baugi hjá hverju félagi fyrir sig. Starfsemin er ólík á milli félaga og því er mjög gagnlegt fyrir stjórn að heyra um helstu verkefni, hindranir og árangur. Einnig vill FRÍ nota tækifærið í þessum heimsóknum til að fylgja eftir bréfi sem sent var sveitarfélög um landið í nóvember síðastliðnum þar sem sveitarfélög voru hvött til áframhaldandi viðhalds og uppbyggingu á íþróttamannvirkjum, því eru fulltrúar bæjarins líka boðaðir á fundina. 
meira >>
02. desember 2016

Aðventumót FH - Þrautabraut fyrir 1-4 bekk

Á morgun laugardag verður haldið Aðventumót FH í Kaplakrika. Um er að ræða þrautabraut fyrir 1-4 bekk og hefst keppni klukkan 11. Hvetjum alla frjálsíþróttakappa á þessum aldri til að mæta. 
  
 
 
meira >>
17. nóvember 2016

Fjölmennt frjálsíþróttamót um helgina í Laugardalshöll

Fjölmennt frjálsíþróttamót um helgina í Laugardalshöll
Það verður líf og fjör í Laugardalshöll á laugardaginn þegar Silfurleikar ÍR fara fram. Þegar eru skráðir rúmlega sexhundruð keppendur til leiks og má búast við spennandi keppni. Silfurleikar voru fyrst haldnir árið 1996 og hétu þá Haustleikar ÍR. Nafninu var breytt árið 2006 til að minnast þess að 50 ár voru þá liðin frá því að ÍR-ingurinn Vilhjálmur Einarsson vann silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu.
 
 
 
meira >>

Eldri fréttir

Eldri