FRI.is
26. október 2016

Heimsmeistaramót í utanvegahlaupi

Heimsmeistaramótið í utanvegahlaupi verður haldið í Portúgal 29.október næstkomandi. Íslendingar eiga þar þrjá fulltrúa en þeir eru Þorbergur Ingi Jónsson, Guðni Páll Pálsson og Örvar Steingrímsson. Liðsstjórar verða Sævar Helgason, Söra Dögg Pétursdóttir. Hlaupið er 85 km og verður um 5 km hækkun. Heilmikill undirbúningur hefur farið fram síðustu mánuði eins og fram kom í viðtali við þá félaga í íþróttafréttum sjónvarpsins í gær (tími 1:46) www.ruv.is/sarpurinn/ruv/ithrottir/20161025. Þeir eru með sérstaka Facebook síðu vegna hlaupsins sem er www.facebook.com/icelandtrailworldchamp/ Við óskum þeim góðs gengis á laugardaginn!
meira >>
26. október 2016

HM öldunga í Ástralíu

HM öldunga hefst í Perth Ástralíu í dag og stendur til 6.nóvember. Þar eigum við einn keppanda, Jón S. Ólafsson, en hann keppir í tugþraut. Við óskum Jóni góðs gengis. Heimasíða mótsins þar sem m.a. verður hægt að horfa á live stream er hér http://www.perth2016.com/
meira >>
04. október 2016

Nýtt Íslandsmet hjá Vigdísi

Nýtt Íslandsmet hjá Vigdísi
Vigdís Jónsdóttir úr FH gerði sér lítið fyrir og bætti eigið Íslandsmet í sleggjukasti í gærkveldi á síðasta mótinu sem hún keppti á þetta árið. Vigdís kastaði sleggjunni 58,79 metra og bætti eigið met sem hún setti 15.júní um 23 sentímetra.  Hún náði metkastinu í sjöttu og síðustu tilraun á mótinu sem fram fór í Kaplakrika í Hafnarfirði. Innilega til hamingju Vigdís með þennan frábæra árangur!
meira >>
01. október 2016

Frábæru sumri í frjálsum íþróttum fagnað

Frábæru sumri í frjálsum íþróttum fagnað
Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands var haldin í gær þar sem góðum árangri sumarsins var fagnað, þar á meðal fimm íslandsmetum. Í sumar bættu þrjár frjálsíþróttakonur eigin Íslandsmet, Vigdís Jónsdóttir í sleggjukasti, Hafdís Sigurðardóttir í langstökki og Aníta Hinriksdóttir í 800 metra hlaupi. Þá sló Ari Bragi Kárason 19 ára gamalt met Jóns Arnars Magnússonar í 100 metra hlaupi og að lokum setti Ásdís Hjálmsdóttir Íslandsmet í kúluvarpi innanhúss. Sló þar með 34 ára gamalt met Guðrúnar Ingólfsdóttur. 
meira >>

Eldri fréttir

Eldri