FRI.is
28. ágúst 2016

Einstakt metaregn á MÍ 15-22ja ára í Hafnarfirði

Einstakt metaregn á MÍ 15-22ja ára í Hafnarfirði
Meistaramót Íslands 15-22ja ára var haldið við frábærar aðstæður í Hafnarfirði um helgina. Vindur var löglegur og blíðuveður alla helgina. Keppendur þökkuð fyrir sig með þvílíku metaregni að annað eins hefur varla sést. Alls voru sett 5 aldursflokkamet um helgina, 39 mótsmet og 245 persónuleg met. 
 
Fjögur aldursflokkamet setti Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR þegar hún hljóp 100m á 12,05s og 200m á 24,71s og bætti þar með metin í 15 ára flokki og 16-17 ára flokki stúlkna m.a. 35 ára gamalt met Geirlaugar Geirlaugsdóttur úr Ármanni í 100m hlaupi 15 ára stúlkna. Þá sló hún Raquel Pino Alexandersson UFA setti einnig tvö met, bæði í flokki 15 ára pilta, það fyrra þegar hann hljóp 100m grindahlaup á 14,09s og það síðara þegar hann hljóp 300m grindahlaup á 40,70s. Fimmta og síðasta en alls ekki sísta metið setti svo sveit FH í flokki 18-19 ára pilta þegar hún hljóp 4*100m boðhlaup á 42,90s. Mynd af metsveitinni á efsta palli fylgir með þessari frétt.
 
Yfirlit yfir metin öll má finna í thor.fri.is á vefnum hér.
meira >>
26. ágúst 2016

Meistaramót Íslands 15-22 ára haldið um helgina

Meistaramót Íslands 15-22 ára verður haldið í Kaplakrika Hafnarfirði 27. og 28. ágúst. Að þessu sinni koma keppendur frá 19 félögum víðs vegar um landið, alls verða keppendur um 221. Keppni hefst báða dagana kl.10:00. Ekki er ólíklegt að einhver met eigi eftir að falla um helgina miðað við hversu líflegt sumarið í frjálsum er búið að vera. Auk þess er spáð hæglætis veðri sem ekki skemmir fyrir. Góða skemmtun allir.
 
meira >>
21. ágúst 2016

Bikarkeppni 15 ára og yngri er nú lokið á Laugardalsvelli

Keppni er nú lokið í Bikarkeppni 15 ára og yngri sem fram fór á Laugardalsvelli í dag, 21. ágúst. Lið HSK A varð í fyrsta sæti með 185,5 stig en lið ÍR A hafnaði í 2. sæti með 184 stig aðeins 1 1/2 stigi á eftir HSK eftir harða og jafna keppni.  Piltalið ÍR A sigraði lið HSK A með 2 stiga mun,  95 stig á móti 93 stigum. Stúlknalið HSK A sigraði stigakeppnina með 92,5 stig en lið ÍR A hlaut 89 stig. Bæði liðin hlutu jafn marga bikarmeistaratitla eða 4 talsins. Lið UMSE/UFA varð í 3. sæti með 161 stig en þeir hlutu 5 sigra samtals.
meira >>
21. ágúst 2016

Guðni Valur Guðnason sigraði á Norðurlanda-Baltic mótinu

Annar Norðurlanda-Baltic meistaratitill í höfn hjá Íslendingum en Guðni Valur Guðnason sigraði í kringlukasti með 61,01m. 
meira >>

Eldri fréttir

Eldri