Við kíktum á æfingu hjá fullorðinsfrjálsum FH í síðustu viku og þar var heldur betur fjör! Það var einstaklega gaman að sjá hvað frjálsíþróttir eru frábært sport fyrir alla aldurshópa – unga sem aldna.
Þarna voru mættir algjörir nýgræðingar í íþróttinni ásamt fyrrum landsliðsfólki, öll á sama stað, að æfa saman og hafa gaman. Andrúmsloftið var afslappað, hlýtt og fullt af orku – hrein frjálsíþróttagleði í Kaplakrika!